28. desember 2006 Stundin okkar bjó til hreyfimynd úr sögunni “Grallarar og grenitré” og sýndi í sjónvarpinu 17. desember. Það var Sigurður Bragason grafískur hönnuður hjá Ríkisútvarpinu sem gerði hreyfimyndina og Óskar Eyvindur Arason hljóðmaður sem las.
Lesa meiraTag: ljóð
Glingló og Dabbi á Siglufirði
Siglo.is 5. desember 2006 Sparisjóðurinn á Siglufirði bauð leikskólabörnum staðarins í heimsókn í dag. Þar var sungið hátt og glæsilega og jólasveinninn færði börnunum jólagjöf frá Sparisjóðnum, bókina “Gingló og Dabbi í jólaskapi”.
Lesa meiraÞetta vilja börnin sjá 2006
26. nóvember 2006 Í gær opnaði sýningin Þetta vilja börnin sjá í Gerðubergi. Á sýningunni má sjá myndskreytingar úr nýútkomnum íslenskum barnabókum og þar eru m.a. myndskreytingar úr bókinni um Glingló og Dabba. Sýningin stendur til 21. janúar 2007 og um að gera að fara með börnin að skoða.
Lesa meiraGrallarakisur styrkja Kattholt
Kattholti afhent eintök af nýútkominni barnabók til fjáröflunar Kattholt.is 10. nóvember 2006 Þann 20. október s.l. kom út barnabókin Glingló og Dabbi í jólaskapi. Sögupersónurnar eru grallarakisurnar Glingló og Dabbi og byggja þær á raunverulegum kisum sem nú eru 8 ára og búa Sandgerði. Glingló, Dabbi og félagar eiga heimasíðu sem heitir www.grallarar.is Þar má […]
Lesa meiraFréttir Vestmannaeyjum: Kisurnar Glingló og Dabbi eru rammíslenskar og uppátækjasamar kisur
– segir Selma Hrönn sem gefur út barnabók og opnar vef Fréttir Vestmannaeyjum 9. nóvember 2006 Selma Hrönn Maríudóttir hefur nýlega gefið út barnabókina Glingló og Dabbi í jólaskapi. Samhliða bókinni opnaði vefur þar sem finna má ýmsa skemmtilega leiki, vísnahorn, litabók, uppskriftir og fleira efni sem tengist bókinni. Slóðin á vefinn er www.grallarar.is. Selma […]
Lesa meiraMorgunblaðið: Börnin fengu ævintýri
Morgunblaðið 2. nóvember 2006 Öll börnin á leikskólanum Sólborgu í Sandgerði fengu á dögunum að gjöf ævintýrabækur um kettina Glingló og Dabba í jólaskapi. Eru þetta myndskreyttar sögur og vísur eftir Selmu Hrönn Maríudóttur en teikningarnar eru eftir Brynhildi Jenný Bjarnadóttur. Við sama tækifæri var opnaður vefurinn grallararnir.is. Þar má finna ýmsa skemmtilega leiki, vísnahorn, […]
Lesa meiraMorgunblaðið: Það þarf enginn að láta sér leiðast
Morgunblaðið 21. október 2006 Þetta er allt svona í léttum dúr, aðallega til fróðleiks og skemmtunar, ” segir Selma Hrönn Maríudóttir skáld og vefhönnuður um nýútkomna bók sína Glingló og Dabbi í jólaskapi og vefinn grallarar.is. Vefurinn og bókin styðja hvort annað. Kisur og ævintýri þeirra birtast í sögum, ljóðum og öðru skemmtiefni sem er aðgengilegt […]
Lesa meira