Morgunblaðið: Það þarf enginn að láta sér leiðast

Morgunblaðið 21. október 2006

Þetta er allt svona í léttum dúr, aðallega til fróðleiks og skemmtunar, ” segir Selma Hrönn Maríudóttir skáld og vefhönnuður um nýútkomna bók sína Glingló og Dabbi í jólaskapi og vefinn grallarar.is.

Vefurinn og bókin styðja hvort annað. Kisur og ævintýri þeirra birtast í sögum, ljóðum og öðru skemmtiefni sem er aðgengilegt ungum börnum. Brynhildur Jenný Bjarnadóttir teiknari teiknar myndirnar. Selma og maðurinn hennar Smári Sæbjörnsson standa að útgáfu bókarinnar og vefsins.

Glingló og Dabbi

“Ég á tvær kisur, Glingló og Dabba sem eru núna orðnar átta ára gamlar. Hugmyndin kom þegar þegar þær voru kettlingar. Ég hugsaði að það væri gaman að gera þær að sögupersónum einn daginn,” segir Selma glaðlega. Þessi hugmynd hafi síðan þróast gegn um árin og sameini í rauninni áhugamál hennar. “Ég hef gaman af að búa til vísur og svo starfa ég við vefsíðugerð þannig að þetta spilar allt vel saman,” segir hún. “Þetta er spurning um tímasetningu og annað eins og til dæmis að finna réttan teiknara,” segir Selma og bætir því við að þó að hugmyndin sé átta ára gömul og hafi hún verið lengi að þróast. “Það eru komin þrjú ár síðan ég kynntist þessari stúlku, Jenný sem er frábær teiknari. Hún byrjaði að teikna fyrstu myndirnar og við fórum að þreyfa okkur áfram,” segir hún.

Púsluspil og orðaleikir

Undirbúningurinn að baki svona stóru verkefni sé mikill. “Vefurinn á að styðja við bókina þannig að hann á t.d. að vera með orðskýringar við vísur í bókinni. Við erum ekki að nota einföld orð þar af því við hugsum að það eigi að læra af þessu líka,” segir Selma. Á vefsíðunni séu léttir leikir fyrir yngri börnin; púsluspil, orðaleikir og fleira. Púluspilin byggi á myndum af persónum í bókinni. Von sé á fleiri bókum um þessar kisur en ákveðið þema verið tekið fyrir í hverri bók.” Núna eru það jólin í fyrstu bókinni og þá erum við með léttan spurningarleik, Hvað veistu um jólin?” segir hún. Ef börnin svari ákveðnum fjölda spurninga rétt þá geti þau prentað út viðurkenningarskjal með myndum af Glingló og Dabba. Það liggi í rauninni ekki minni vinna að baki vefnum en bókinni en hann muni smá saman stækka.

Vísnahorn

“Bókin byggist þannig upp að hver opna er stök saga og þá bý ég í rauninni fyrst til söguþráðinn og Jenný teiknar svo myndina. Síðan bý ég til vísuna eftir að myndin er komin,” útskýrir Selma. “Ég hef lagt svolítið mikið í vísurnar. Þar eru stuðlar og höfuðstaðir, atkvæðin eru alltaf á sömu stöðunum og svo er endarím í þeim líka,” segir hún. Vísnahorn verði á vefunum þar sem börn verði hvött til að senda inn vísur um dýrin sín og þær verði síðan birtar.
” Fyrirtækið sem við eigum heitir Tónaflóð. Ég stofnaði það í upphafi árið 1989 þegar ég gaf út plötu með eigin lögum og textum og síðan breyttist þetta og nú er það aðallega vefsíðufyrirtæki en heldur samt áfram að sinna áhugamálunum líka,” segir Selma. Bókin sé sú fyrsta af mörgum.” Síðan ætlum við að leggja land undir fót og hver bók mun gerast á ákveðnum stað þar sem við munum í rauninni reyna að kynna staðinn og teikna staðarhætti og annað í myndirnar og vekja athygli á skemmtilegum hlutum sem hægt er að gera á hverjum stað. Fjölskyldan saman að fara í fjöruferð og þess háttar,” segir Selma en næsta bók sé væntanleg í apríl og hún muni gerast í Sandgerði þar sem hún búi. “Við ætlum að segja krökkunum að það þurfi enginn að láta sér leiðast, það er svo margt sem hægt er að gera hérna með að skreppa aðeins út fyrir dyrnar” segir hún hlægjandi.

Veiðihár fuðruðu upp

Kveikjan að mörgum sögunum séu atburðir sem hafi í raun og gerst. “Það er t.d. atriði þar sem kisa er að horfa á kerti og þá fuðra upp á henni veiðihárin, það er atriði sem gerðist í alvörunni svo þarf auðvitað að verða til ævintýri og skáldskapur í kring um þetta. Eitt ákveðið atvik vindur þannig upp á sig, segir Selma. Allt efnið sé miðað við börn á aldrinum tveggja til sex ára, það sé fræðandi og skemmtilegt með jákvæðum boðskapi en sjálf á hún tvo litla stráka.
“Hann Gabríel sem er þriggja ára er byrjaður að læra vísurnar alveg á fullu, svo biður hann alltaf um að láta lesa meira og meira. Svo heyrist alltaf annað slagið: “Má ég sjá?” og þá er hann að kanna hvaða mynd tilheyrir hvaða sögu, þá er hann að rifja upp. Það er búið að lesa þetta í marga hringi, “segir hún.
Opnunardagur vefsins var í gær í leikskólanum Sólborg í Sandgerði þar sem börnum var gefin bókin um hressu kettina Glingló og Dabba.
Close Popup

Grallarar.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

GDPR stillingar
Þessar vafrakökur hafa með stillingar notandans að gera varðandi samþykki á vafrakökum á grallarar.is
  • wordpress_gdpr_allow ed_services
  • wordpress_gdpr_cooki es_allowed
  • wordpress_gdpr_cooki es_declined
  • wordpress_gdpr_servi ces_allowed_temp

Kerfiskökur
Þessar kökur eru nauðsynlegar til að vefsvæðið virki eðlilega og eru því sjálfkrafa virkar.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • elementor
  • wp-wpml_current_lang uage

WooCommerce
Við notum Woocommerce verslunarkerfið. Í pöntunarferlinu verða tvær vafrakökur geymdar. Þær eru nauðsynlegar til að hægt sé að nota kerfið og því ekki hægt að slökkva á þeim.
  • woocommerce_cart_hash
  • woocommerce_items_in_cart

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur
Open Privacy settings