Fréttir Vestmannaeyjum: Kisurnar Glingló og Dabbi eru rammíslenskar og uppátækjasamar kisur

– segir Selma Hrönn sem gefur út barnabók og opnar vef

Fréttir Vestmannaeyjum 9. nóvember 2006

Selma Hrönn Maríudóttir hefur nýlega gefið út barnabókina Glingló og Dabbi í jólaskapi. Samhliða bókinni opnaði vefur þar sem finna má ýmsa skemmtilega leiki, vísnahorn, litabók, uppskriftir og fleira efni sem tengist bókinni. Slóðin á vefinn er www.grallarar.is.  Selma er rafeindavirki að mennt og hefur einnig stundað nám í kerfisfræði og forritun.  Hún starfar sem vefhönnuður og rekur fyrirtækið Tónaflóð ásamt manni sínum Smára Valtý Sæbjörnssyni en megin starfsemi þess er vefsíðugerð fyrir fyrirtæki.


Á ekki langt að sækja skáldagáfuna
 Selma er fædd 1969 og foreldrar hennar eru Gylfi Ægisson og Kristín María Jónsdóttir. Selma þekkir vel til í Eyjum en hún ólst að hluta til upp hjá föðurbróður sínum Lýð Ægissyni og Hörpu Sigurjónsdóttur.
„Ég bjó í Eyjum frá sjö ára aldri fram að fermingu. Þá flutti ég til Reykjavíkur en kom oft í heimsókn til Eyja og vann í Fiskiðjunni á sumrin. Ég á vini og ættingja í Eyjum þó ég sé svolítið farin að ryðga í nöfnum á fólki. Ég á til dæmis góða vinkonu í Eyjum og held alltaf sambandi við fólk þar. “
Selma  á ekki langt að sækja skáldagáfuna en skyldmenni hennar hafa mikið fengist við kveðskap og sagan um Glingló og Dabba er í bundnu og óbundnu máli.  „Ég ólst upp við þetta, Lýður var alltaf að yrkja og ég var mjög ung þegar hann kenndi mér undirstöðuatriðin. Þetta er í fjölskyldunni. Sr Sigurður föðurbróðir minn á Siglufirði er mjög öflugur í kveðskap.  Ég gaf út plötu 1990 með eigin lögum og textum þannig að ég hef fengist við þetta lengi þó það hafi ekki farið mikið fyrir því.“

Býr í Sandgerði
 Selma býr ásamt fjölskyldu sinni í Sandgerði. Selma og Smári eiga tvo syni og hann á þrjú börn fyrir og auk þess eru tveir kettir og einn hundur á heimilinu. „Hugmyndin að bókinni hefur verið að mótast í nokkur ár og þetta er hugsað sem bókaflokkur. Næsta bók kemur út í apríl en markmiðið er að gefa út tvær bækur á ári. Kisurnar Glingló og Dabbi  eru rammíslenskar og uppátækjasamar kisur. Það sem er sérstakt við þetta er að fyrirmyndirnar eru til í raunveruleikanum, kisurnar okkar eru nú orðnar átta ára gamlar.  Ég fékk þessa hugmynd þegar þær voru kettlingar og hef verið að móta hana í rólegheitum í gegnum árin. Hundurinn okkar Rex kemur svo til sögunnar í næstu bók.    Sögurnar eru í vísnaformi og  vel til þess fallnar að auka orðaforða barna en eru  einnig sagðar á einföldu máli fyrir yngstu lesendurna.“
Selma segir bókina um Glingló og Dabba vera ætlaða börnum á aldrinum 2 til 6 ára. „Bókin kom út 20. október s.l. og  þá opnaði vefurinn en ég hef tekið eftir því að hann höfðar líka til eldri krakka. Brynhildur Jenný Bjarnadóttir teiknaði allar myndir í bókina og á vefinn en  hún er að ljúka mastersnámi í teiknimyndagerð í Englandi.“

Viðtökur góðar
  Viðtökur við bókinni og vefnum hafa verið mjög góðar. „Það er stutt síðan bókin kom út og við förum svolítið óvenjulega leið. Bókin er eingöngu seld í verslunum Hans Petersen í Reykjavík og á grallaravefnum. Við höfum hins vegar fengið mjög góð viðbrögð og fólk er að kaupa bókina á netinu, alls staðar af landinu þannig að fólk er vel inni í netmenningunni. Tónaflóð var stofnað 1989 í tengslum við útgáfu á plötunni minni. Þá setti ég upp heimasíðu og í framhaldi af því fór fólk að biðja mig að útbúa síður.  Við erum búin að vinna við þetta í mörg ár og viðskiptamannahópurinn er fjölbreyttur og skemmtilegur.“
Vefurinn í tengslum við bókina er hugsaður sem afþreyingarvefur. Þar má finna myndir sem hægt er að lita og þar eru  auðveldar mataruppskriftir sem börn ráða við og ýmislegt skemmtilegt sem fjölskyldan getur gert saman. „Við erum með tveggja og þriggja ára stráka og förum oft með þá í  leiðangra  út í náttúruna eins og í fjöruferðir og fleira. Fyrsta bókin er um jólin og næsta bók gerist í Sandgerði. Þannig tengjum við það sem við erum að upplifa inn í bækurnar. Í framhaldinu ætlum við að leggja land undir fót og hver bók mun gerast á ákveðnum stað á landinu.  Hugmyndin er að skella sér til Eyja og þar mun ein bók gerast, staðurinn verður kynntur með skemmtilegum ævintýrum.“

Krakkar senda inn vísur
Selma segir að börnum gefist kostur á að senda vísur inn á vefinn og það sé gaman að sjá hvað viðbrögðin eru góð. „ Það var ein vísa að koma úr Eyjum og það er mjög skemmtilegt hvað krakkarnir eru duglegir að koma inn á vefinn. Þau hafa greinilega gaman af þessu. Við erum með teljara á vefnum og sjáum hversu margar heimsóknir við fáum. Vefurinn virðist höfða til barna upp í 11 til 12 ára aldur og það er frábært.  Snúður og Snælda voru í miklu uppáhaldi hjá mér þegar ég var krakki og í grunninn eru þær fyrirmynd að bókunum mínum. Hins vegar eru sögurnar um Glingló og Dabba  í bundnu og óbundnu máli. Ljóðstafir (stuðlar og höfuðstafir) hafa einkennt íslenskan kveðskap öðru fremur en finnast mjög sjaldan í kveðskap annara þjóða. Það er því  séríslenskt að gera þetta svona og það er nýtt að aðalpersónurnar eiga sér lifandi fyrirmyndir. Það er líka nýtt að gefa út bók og opna vef í leiðinni þar sem eru orðskýringar þannig að þetta helst allt í hendur, “ sagði Selma að lokum.
Close Popup

Grallarar.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

GDPR stillingar
Þessar vafrakökur hafa með stillingar notandans að gera varðandi samþykki á vafrakökum á grallarar.is
  • wordpress_gdpr_allow ed_services
  • wordpress_gdpr_cooki es_allowed
  • wordpress_gdpr_cooki es_declined
  • wordpress_gdpr_servi ces_allowed_temp

Kerfiskökur
Þessar kökur eru nauðsynlegar til að vefsvæðið virki eðlilega og eru því sjálfkrafa virkar.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • elementor
  • wp-wpml_current_lang uage

WooCommerce
Við notum Woocommerce verslunarkerfið. Í pöntunarferlinu verða tvær vafrakökur geymdar. Þær eru nauðsynlegar til að hægt sé að nota kerfið og því ekki hægt að slökkva á þeim.
  • woocommerce_cart_hash
  • woocommerce_items_in_cart

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur
Open Privacy settings