Grallarakisur styrkja Kattholt

Kattholti afhent eintök af nýútkominni barnabók til fjáröflunar

Kattholt.is 10. nóvember 2006

Þann 20. október s.l. kom út barnabókin Glingló og Dabbi í jólaskapi. Sögupersónurnar eru grallarakisurnar Glingló og Dabbi og byggja þær á raunverulegum kisum sem nú eru 8 ára og búa Sandgerði.

Glingló, Dabbi og félagar eiga heimasíðu sem heitir www.grallarar.is Þar má finna ýmsa skemmtilega leiki, vísnahorn, litabók, uppskriftir og margt fleira.

Vefurinn og bókin styðja hvort annað og ævintýri kisanna birtist í sögum, vísum og öðru skemmtiefni sem er aðgengilegt ungum börnum.

Kisurnar Glingló og Dabbi hafa báðar gist í Kattholti og þótti eigendum vel við hæfi að afhenda Kattholti 50 bækur til fjáröflunar með kveðju frá grallarakisunum.

Höfundur bókarinnar og hönnuður vefsins er Selma Hrönn Maríudóttir og teikningar gerði Brynhildur Jenný Bjarnadóttir. Selma rekur fyrirtækið Tónaflóð ásamt manni sínum Smára V. Sæbjörnssyni og sjá þau um útgáfu bókarinnar. Tónaflóð hannaði núverandi vef Kattholts sumarið 2005 og hefur séð um uppfærslur og innsetningu efnis á vefinn í sjálfboðavinnu síðan.

Grallarar.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á nytt.grallarar.is

• CookieConsent


Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Við notum Woocommerce verslunarkerfið. Í pöntunarferlinu verða tvær vafrakökur geymdar. Þær eru nauðsynlegar til að hægt sé að nota kerfið og því ekki hægt að slökkva á þeim.
  • woocommerce_cart_hash
  • woocommerce_items_in_cart

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur