Þær eru ófáar kisurnar sem hafa öðlast nýtt og gott líf með aðstoð þessa góða félags og velunnara þess. Hér er ein leið til að styrkja félagið: http://verslun.kattholt.is
Lesa meiraTag: barnabækur
Upplestur úr Grallarasögum í Þekkingasetri Suðurnesja
Nemendur í 7. bekk Sandgerðisskóla lásu upp úr Grallarabókinni Rassaköst á Reykjanesi í Þekkingasetri Suðurnesja í tilefni Jarðvangsviku á Reykjanesi.
Lesa meiraLjóðasetri Íslands á Siglufirði fært eintak af Grallarasögum
Grallararnir heimsóttu marga áhugaverða staði í sumar og afhentu Ljóðasetri Íslands á Siglufirði meðal annars eintak af Grallarasögum. Selma áritar bók í Ljóðasetri Íslands á Siglufirði sumarið 2014 Selma og Rex á Siglufirði sumarið 2014
Lesa meiraGlingló, Dabbi og Rex í nýjum ævintýrum
Siglfirðingur 11. júní 2014 Í vikunni kemur út bókin „Glingló, Dabbi og Rex – Rassaköst á Reykjanesi” eftir Selmu Hrönn Maríudóttur. Hún tengist Siglufirði, því faðir hennar er Gylfi Ægisson. Selma Hrönn bjó hér í nokkur ár sem barn. Bókin er sjötta bókin í bókaflokknum um kisurnar Glingló og Dabba og hundinn Rex. Þann 5. […]
Lesa meiraGrallarabækur til styrktar Kattholti
Laugardaginn 23. mars 2014 heldur Kattavinafélag Íslands sinn árlega páskabasar í Kattholti. Í tilefni þess gáfu grallararnir félaginu 100 bækur og rennur andvirði sölunnar óskert til Kattholts. Þetta er í þriðja sinn sem grallararnir færa félaginu bókagjöf og vonumst við til að bækurnar rati á fjölmörg heimili kisuvina sem fyrr. Á myndinni hér til hliðar […]
Lesa meiraSelma Hrönn fær verðskuldaða viðurkenningu
Reykjanesblaðið 21. febrúar 2013 Selma Hrönn Maríudóttir býr í Sandgerði. Ég mælti mér mót við hana og þrátt fyrir að vera önnum kafin gaf hún sér tíma til að spjalla við mig yfir kaffibolla. Hún er eigandi Tónafóðs ásamt manni sínum Smára Valtý Sæbjörnssyni. Hún er rafeindavirki, skáld og tónskáld. Hún fékk nýlega verðlaun fyrir […]
Lesa meiraGrallarastund með afa
4. nóvember 2012 Við fengum þessa skemmtilegu mynd og vísu senda frá dyggum lesendum 🙂 Með afa gamla á góðri stund gleðjast þessir drengir. Grallarar með létta lund liðið saman tengir.
Lesa meiraÞetta vilja börnin sjá 2012
7. mars 2012 Nú stendur yfir sýningin Þetta vilja börnin sjá í Gerðubergi. Á sýningunni má sjá myndskreytingar úr íslenskum barnabókum sem út komu árið 2011 og þar eru m.a. myndskreytingar úr nýjustu bókinni um Glingló, Dabba og Rex.Sýningin stendur yfir í Gerðubergi til 1. apríl. Við hvetjum alla unnendur íslenskra barnabóka að skoða þessa sýningu.
Lesa meiraFréttablaðið: Ævintýrin sótt í upplifanir dýranna á ferð um landið
Fréttablaðið 21. nóvember 2011 Selma Hrönn Maríudóttir: Semur sögur um eigin ketti og hund LJÓSLIFANDI SÖGUHETJUR „Nú eru Glingló og Dabbi búin að taka tvo kettlinga í fóstur svo það er engin hætta á að ég verði uppiskroppa með söguefni á næstunni,“ segir Selma Hrönn Maríudóttir sem hér er með Glingló. „Fyrsta bókin kom út […]
Lesa meiraFimmta grallarabókin er komin út – Hopp og hí í Hólminum
6. nóvember 2011 Út er komin bókin Hopp og hí í Hólminum sem er sú fimmta í bókaflokknum Grallarasögur. Hér heimsækja Glingló, Dabbi og Rex Stykkishólm. Þau fara m.a. í ævintýrasiglingu og hitta haförn, skoða óskafjall, fara á hákarlaslóðir og lenda í skemmtilegum ævintýrum. Rammíslenskt efni fyrir börn á leikskólaaldri og yngsta stigi grunnskóla. Þessa dagana er […]
Lesa meiraFleiri grallarabækur komnar út á táknmáli
3. nóvember 2011 Nú er fyrstu 4 bækurnar í bókaflokknum Grallarasögur komnar út á táknmáli, en í vikunni bættust við þrjár bækur. Markmið með útgáfunni er að stuðla að því að heyrnarlaus börn geti einnig nýtt sér efnið til fróðleiks og skemmtunar. Það var Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra sem sá um gerð táknmálsútgáfunnar og táknmálsþulur er Kolbrún Völkudóttir.
Lesa meiraEyjafréttir: Kristleifur í Oddinum bauð 5 ára börnum í sögustund
Eyjafréttir 22. desember 2010 Kristleifur Guðmundsson, eigandi verslunarinnar Oddsins bauð nemendum í 5 ára deild Grunnskóla Vestmannaeyja í heimsókn til sín á mánudaginn. Jólaundirbúningurinn er nú á lokastigi en biðin er börnunum erfið. Því var það kærkomið tækifæri fyrir þau að brjóta upp daginn, kíkja í Oddinn, fá sleikjó og sögulestur í kaupbæti. Verslunareigandinn sjálfur las […]
Lesa meira