Glingló, Dabbi og Rex í nýjum ævintýrum

Siglfirðingur 11. júní 2014

Selma Hrönn Maríudóttir lengst til hægri með nýju bókina.

Í vikunni kemur út bókin „Glingló, Dabbi og Rex – Rassaköst á Reykjanesi” eftir Selmu Hrönn Maríudóttur. Hún tengist Siglufirði, því faðir hennar er Gylfi Ægisson. Selma Hrönn bjó hér í nokkur ár sem barn. Bókin er sjötta bókin í bókaflokknum um kisurnar Glingló og Dabba og hundinn Rex. Þann 5. febrúar 2013, á alþjóðlega netöryggisdeginum, hlaut Selma Hrönn verðlaun í samkeppni um besta barnaefnið á Netinu.Hún er vefhönnuður og rafeindavirki að mennt og er ásamt eiginmanni sínum, Smára Valtý Sæbjörnssyni, eigandi elsta vefsíðufyrirtækis á Íslandi. Það nefnist Tónaflóð og var stofnað árið 1989. Þau hjónin búa í Sandgerði.

Selma Hrönn á allan heiður að uppsetningu og útliti Siglfirðings.is.

Víkurfréttir.is greina svo frá hinni nýju bók:

„Í þessari bók fara þau í könnunarleiðangur um Reykjanesskagann. Þau hitta m.a. bergrisa, hlaða beinakerlingu, ganga yfir brú á milli heimsálfa, prófa jarðskjálftahermi og lenda í skemmtilegum ævintýrum.

Sögurnar eru á vísnaformi, vel til þess fallnar að auka orðaforða barna en einnig sagðar á einföldu máli fyrir yngstu lesendurna.

Bókin sem hér um ræðir er unnin í samvinnu við Reykjanes jarðvang og kemur jarðvangurinn til með að gefa bækur í alla leik- og grunnskóla á Suðurnesjum. Fyrstu eintökin voru afhent í Grunnskólanum í Sandgerði við upphaf jarðvangsviku á Reykjanesi sem fram fer 2.-8. júní.

Selma Hrönn er ánægð með að Grallararnir hafi ákveðið að heimsækja Reykjanesskagann á nýjan leik en til er bók um ævintýri þeirra í Sandgerði. Þessi saga standi henni nærri enda býr hún og starfar í Sandgerði. Þá er hún í fyrsta skipti að teikna myndirnar í bókinni sjálf. Að hennar sögn eru Grallararnir alsælir eftir skemmtilegt og fróðlegt ferðalag um svæðið og áhugasamir um frekari ævintýri á Reykjanesskaganum.

Eggert Sólberg Jónsson verkefnastjóri Reykjanes jarðvangs segir að bókin ætti að höfða til fjölskyldufólks en sérstaklega barna yngri en 10 ára. Jarðvangurinn sé sífellt að leita leiða til að auka framboð af fræðslu um svæðið og þetta er ein leið til þess. Þá sé bókin vonandi hvatning fyrir fjölskyldur að skoða svæðið betur og jafnvel sjá það í nýju ljósi.

Bókin kemur m.a. í verslanir Nettó og Samkaupa í vikunni.”

Grallarar.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á nytt.grallarar.is

• CookieConsent


Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Við notum Woocommerce verslunarkerfið. Í pöntunarferlinu verða tvær vafrakökur geymdar. Þær eru nauðsynlegar til að hægt sé að nota kerfið og því ekki hægt að slökkva á þeim.
  • woocommerce_cart_hash
  • woocommerce_items_in_cart

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur