Selma Hrönn fær verðskuldaða viðurkenningu

Reykjanesblaðið 21. febrúar 2013

Selma Hrönn Maríudóttir býr í Sandgerði. Ég mælti mér mót við hana og þrátt fyrir að vera önnum kafin gaf hún sér tíma til að spjalla við mig yfir kaffibolla. Hún er eigandi Tónafóðs ásamt manni sínum Smára Valtý Sæbjörnssyni. Hún er rafeindavirki, skáld og tónskáld. Hún fékk nýlega verðlaun fyrir „Grallarana“ sína.

„Þetta eru verðlaun sem eru veitt í tengslum við sameiginlegt átak netöryggismiðstöðva í Evrópu til að vekja athygli á gæðaefni á netinu fyrir börn og unglinga, “ sagði Selma Hrönn Maríudóttir, sem hlaut í byrjun mánaðarins verðlaun SAFT fyrir besta barnaefnið á netinu árið 2013. SAFT er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi.

Verðlaunin fékk vefsíðan Grallarar.is en hún byggist á bókum Selmu. Bækurnar eru orðnar fimm, sú sjötta á leiðinni og eru þær mjög skemmtilegar með fræðsluívafi. Fjórar þeirra hafa verið þýddar á táknmál. Bækurnar eru um kisurnar Glingló og Dabba og hundinn Rex. Þau eru öll til í raunveruleikanum og búa hjá Selmu og fjölskyldu.

Bækurnar gerast víðsvegar um land og þau hafa farið um t. d Sandgerði og sveitirnar, Vestmannaeyjar og Stykkishólm. Þar hafa þau ásamt vinum sínum fræðst um margt í umhverfinu. Selma hefur ekki aðeins gefið út bækurnar. Í fyrra gaf hún svo út smáforrit í vefverslun Apple á ensku um þá vinina og íslensk útgáfa er í vinnslu. Á ensku nefnast Grallararnir Perky Pranksters og er þegar orðið vinsælt efni.

Erlendis er hópur kennara, foreldra og forritara sem skoða svona mál af kostgæfni og hún nýtur mikillar athygli þeirra. Einnig fær hún leiðbeiningar um það sem betur mætti fara og hyggst nota þær í íslensku útgáfunni til að gera hana enn betri.

Í Grunnskólanum í Sandgerði hafa þær stöllur og kennarar Erla Björg Rúnarsdóttir og Margrét Sigurvinsdóttir útbúið vinnubækur í tengslum við Grallarabækurnar, enda eru þær að mínu áliti hið besta námsefni.

Undirrituð hefur átt bækurnar og þær hafa verið skoðaðar í kjölinn af barnabörnunum.

Selma hefur fengið styrki frá Menningarráði Suðurnesja, Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar og Þróunarsjóði námsgagna. Það hjálpar henni að þróa verkefnið enn frekar.

Hugmyndin að grallarabókunum fæddist fyrir tíu árum en fyrsta bókin kom út 2006. Hún segist hafa gefið sér tíu ár til að þróa þær og má segja að það hafi ræst og miklu betur. Í ár er henni boðið erlendis með verkefnið þar sem keppt verður í Evrópukeppni um besta barnaefnið á netinu.

Ég mæli með því að þeir sem eru nettengdir kíki inn á síðuna Grallarar.is

Silla E
Close Popup

Grallarar.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

GDPR stillingar
Þessar vafrakökur hafa með stillingar notandans að gera varðandi samþykki á vafrakökum á grallarar.is
 • wordpress_gdpr_allow ed_services
 • wordpress_gdpr_cooki es_allowed
 • wordpress_gdpr_cooki es_declined
 • wordpress_gdpr_servi ces_allowed_temp

Kerfiskökur
Þessar kökur eru nauðsynlegar til að vefsvæðið virki eðlilega og eru því sjálfkrafa virkar.
 • wordpress_test_cookie
 • wordpress_logged_in_
 • wordpress_sec
 • elementor
 • wp-wpml_current_lang uage

WooCommerce
Við notum Woocommerce verslunarkerfið. Í pöntunarferlinu verða tvær vafrakökur geymdar. Þær eru nauðsynlegar til að hægt sé að nota kerfið og því ekki hægt að slökkva á þeim.
 • woocommerce_cart_hash
 • woocommerce_items_in_cart

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur
Open Privacy settings