Fréttablaðið: Ævintýrin sótt í upplifanir dýranna á ferð um landið

Fréttablaðið 21. nóvember 2011

Selma Hrönn Maríudóttir: Semur sögur um eigin ketti og hund

LJÓSLIFANDI SÖGUHETJUR „Nú eru Glingló og Dabbi búin að taka tvo kettlinga í fóstur
svo það er engin hætta á að ég verði uppiskroppa með söguefni á næstunni,“
segir Selma Hrönn Maríudóttir sem hér er með Glingló.
„Fyrsta bókin kom út 2006 en hún fjallar bara um kisurnar tvær, Glingló og Dabba. Hundurinn Rex fékk ekki að vera með fyrr en í annarri bókinni,“ segir Selma Hrönn Maríudóttir sem á dögunum sendi frá sér fimmtu bókina um grallarana frá Sandgerði, kisurnar Glingló og Dabba og hundinn Rex. Bækurnar, sem eru ætlaðar börnum á leikskólaaldri og yngsta stigi grunnskóla, gerast ýmist á tilteknum stöðum á landinu eða fjalla um ákveðið efni eins og til dæmis jólin. „Upphaflega kom hugmyndin til út af kisunum mínum sem nú eru orðnar þrettán ára en voru ansi uppátækjasamar sem kettlingar. Fyrir fimm árum eignuðumst við svo hundinn Rex sem féll vel inn í hópinn og tekur fullan þátt í ævintýrunum. Bækurnar eru nú orðnar fimm og fjórar þeirra eru einnig komnar út í táknmálsútgáfu á vefnum okkar, grallarar.is,“ segir Selma. Allar teikningar, bæði í bókunum og á vefnum, eru eftir Brynhildi Jennýju Bjarnadóttur teiknara og Selma segir samstarf þeirra hafa verið óskaplega skemmtilegt og gefandi. Sögurnar eru í vísnaformi enda segist Selma alltaf hafa hrifist af því formi. „Þannig að þessar sögur sameinuðu áhugamál mín, vísnagerð og dýrahald, og síðan fylgdu leikir og fleira skemmtilegt í kjölfarið sem líka er hægt að nálgast á vefsíðunni.“

Auk nýju bókarinnar eru komnar út vinnubækur sem kennararnir Erla B. Rúnarsdóttir og Margrét A. Sigurvinsdóttir hafa útbúið og auka notagildi bókanna í skólastarfi. „Svo eru ýmsar hugmyndir í undirbúningi,“ segir Selma. „Þetta vindur endalaust upp á sig og ég held við séum bara rétt að byrja.“


Í nýjustu bókinni heimsækja
Grallararnir Stykkishólm.

Selma er rafeindavirki að mennt og hefur einnig stundað nám í kerfisfræði og forritun. Hún starfar sem vefhönnuður í fjölskyldufyrirtækinu Tónaflóði sem hún á og rekur ásamt manni sínum, Smára V. Sæbjörnssyni. Saman eiga þau tvö börn auk þess sem Smári á þrjú börn frá fyrra sambandi. Það er því enginn skortur á þakklátum áheyrendum til að prófa sögurnar á. „Strákarnir eru alltaf með í öllu ferlinu,“ segir Selma. „Auk þess ganga sögurnar líka út á að kynna ákveðna staði á landinu þannig að við í fjölskyldunni erum dugleg við að fara á staðina og upplifa ævintýrin úr bókunum á meðan þær eru að verða til. Nú eru Glingló og Dabbi búin að taka tvo kettlinga í fóstur svo það er engin hætta á að ég verði uppiskroppa með söguefni á næstunni. Hér á heimilinu eru fjórir kettir, einn hundur, hellingur af fiskum og fullt af börnum þannig að ég þarf ekkert að óttast það að fá ekki hugmyndir að fleiri bókum.“

Á vefsíðunni grallarar.is er hægt að gerast áskrifandi að bókunum til að missa ekki af neinu. Þar er einnig að finna ýmsa leiki, uppskriftir, táknmálsútgáfur sagnanna og fleira og fleira. „Þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel,“ segir Selma. „Við höfum fengið styrki frá Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar, Menningarráði Suðurnesja og Þróunarsjóði námsgagna. Æ fleiri kennarar nýta sér bækurnar við kennslu og Glingló, Dabbi og Rex hafa sjaldan verið hressari en í nýju bókinni Hopp og hí í Hólminum.“
fridrikab/frettabladid.is

Close Popup

Grallarar.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

GDPR stillingar
Þessar vafrakökur hafa með stillingar notandans að gera varðandi samþykki á vafrakökum á grallarar.is
  • wordpress_gdpr_allow ed_services
  • wordpress_gdpr_cooki es_allowed
  • wordpress_gdpr_cooki es_declined
  • wordpress_gdpr_servi ces_allowed_temp

Kerfiskökur
Þessar kökur eru nauðsynlegar til að vefsvæðið virki eðlilega og eru því sjálfkrafa virkar.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • elementor
  • wp-wpml_current_lang uage

WooCommerce
Við notum Woocommerce verslunarkerfið. Í pöntunarferlinu verða tvær vafrakökur geymdar. Þær eru nauðsynlegar til að hægt sé að nota kerfið og því ekki hægt að slökkva á þeim.
  • woocommerce_cart_hash
  • woocommerce_items_in_cart

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur
Open Privacy settings