3. nóvember 2011
Nú er fyrstu 4 bækurnar í bókaflokknum Grallarasögur komnar út á táknmáli, en í vikunni bættust við þrjár bækur.
Markmið með útgáfunni er að stuðla að því að heyrnarlaus börn geti einnig nýtt sér efnið til fróðleiks og skemmtunar.
Það var Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra sem sá um gerð táknmálsútgáfunnar og táknmálsþulur er Kolbrún Völkudóttir.