7. mars 2012 Nú stendur yfir sýningin Þetta vilja börnin sjá í Gerðubergi. Á sýningunni má sjá myndskreytingar úr íslenskum barnabókum sem út komu árið 2011 og þar eru m.a. myndskreytingar úr nýjustu bókinni um Glingló, Dabba og Rex.Sýningin stendur yfir í Gerðubergi til 1. apríl. Við hvetjum alla unnendur íslenskra barnabóka að skoða þessa sýningu.
Lesa meiraTag: Hopp og hí í Hólminum
Fréttablaðið: Ævintýrin sótt í upplifanir dýranna á ferð um landið
Fréttablaðið 21. nóvember 2011 Selma Hrönn Maríudóttir: Semur sögur um eigin ketti og hund LJÓSLIFANDI SÖGUHETJUR „Nú eru Glingló og Dabbi búin að taka tvo kettlinga í fóstur svo það er engin hætta á að ég verði uppiskroppa með söguefni á næstunni,“ segir Selma Hrönn Maríudóttir sem hér er með Glingló. „Fyrsta bókin kom út […]
Lesa meiraFimmta grallarabókin er komin út – Hopp og hí í Hólminum
6. nóvember 2011 Út er komin bókin Hopp og hí í Hólminum sem er sú fimmta í bókaflokknum Grallarasögur. Hér heimsækja Glingló, Dabbi og Rex Stykkishólm. Þau fara m.a. í ævintýrasiglingu og hitta haförn, skoða óskafjall, fara á hákarlaslóðir og lenda í skemmtilegum ævintýrum. Rammíslenskt efni fyrir börn á leikskólaaldri og yngsta stigi grunnskóla. Þessa dagana er […]
Lesa meira