Vísnagerð

Það er skemmtilegt og skapandi að setja saman vísu. Það reynir á orðanotkun og útsjónarsemi svo ekki sé talað um hugmyndaflug.

Vísurnar í Grallarabókunum eru samdar í ferskeyttum hætti (ferskeytla), en hann er talinn elstur rímnahátta og jafnframt sá algengasti.
Í hefðbundinni ferskeytlu eru sjö atkvæði í fyrstu og þriðju línu en sex atkvæði í annarri og fjórðu línu. Þar eru otaðir stuðlarhöfuðstafir og rím.
Hér að neðan er dæmi um ferskeytta vísu úr bókinni Í jólaskapi:

Skuggalegan skýjahjúp
skærir geislar kljúfa.
Signir yfir sporin djúp
snædrífan hin ljúfa.

Í ferskeyttri vísu eru fjórar ljóðlínur, stundum einnig kallaðar braglínur eða vísuorð.
Hver ljóðlína inniheldur svo bragliði, öðru nafni kveður, sem geta verið eitt, tvö eða þrjú atkvæði.

Í eftirfarandi vísu úr bókinni Sumar í Sandgerði eru bragliðir skildir að með skástriki.
 

Farið / er í / fjöru / leit,
fundið / margt í / leyni.
Krabbi / einn með / kló sem / beit
kom þar / undan / steini.

Bragliðir eru mis áhersluþungir og eru til skiptis hákveður (mikill áhersluþungi) og lágkveður (lítill áhersluþungi). Allar ljóðlínur byrja á hákveðu.

Stuðlar og höfuðstafir eru kallaðir einu nafni ljóðstafir og þeir tengja tvær línur saman. Stuðlar eru upphafsstafir orða. Þeir eru tveir í fyrri línunni, annar í fyrsta braglið og hinn í þriðja braglið. Þriðji stuðullinn er svo í fyrsta braglið næstu ljóðlínu og kallast höfuðstafur.

Allir sérhljóðar stuðla saman (a, á, e, i, í, o, ó, u, ú, y, ý, æ, ö)
Þannig getur ó stuðlað við ú o.s.frv. eins og sést í þessum fyrriparti úr bókinni Ævintýri í Eyjum:

Ótal pysjur, úfinn sær,
ævintýri gerast.

Samhljóðar stuðla saman (b, d, ð, f, g, h, j, k, l, m, n, p, r, s, t, v, þ) og verða að vera þeir sömu þ.e. r – r, m – m, o.s.frv.
 

Um stafinn s hafa löngum gilt sérstakar reglur. Þeir hörðustu fylgja þessum reglum, en margir hagyrðingar eru farnir að líta fram hjá þeim og nota bara s með s.  En annars eru reglurnar þessar: Ef s er notaður sem stuðull og næsti stafur á eftir honum er k, l, m, n, p eða t, þá verður svo líka að vera um orðin sem stuðlað er við. Þetta heita gnýstuðlar (sk, sl, sm, sn, sp eða st). Í efstu vísunni er þessum reglum fylgt í fyrri parti en í seinni parti er eingöngu notað s með s.

Í eftirfarandi vísu úr bókinni Ævintýri í Eyjum eru stuðlar og höfuðstafir feitletraðir.

Kostulega kynjamynd,
kanna hér í streymi.
Sterkur af sér stendur vind,
stærsti fíll í heimi.

Hér er notað endarím sem í þessu tilfelli er svokallað víxlrím. Þar ríma saman síðustu orð fyrstu og þriðju línu annars vegar (mynd/vind) og annarar og fjórðu línu hins vegar (streymi/heimi).

Selma | [email protected]

Close Popup

Grallarar.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

GDPR stillingar
Þessar vafrakökur hafa með stillingar notandans að gera varðandi samþykki á vafrakökum á grallarar.is
  • wordpress_gdpr_allow ed_services
  • wordpress_gdpr_cooki es_allowed
  • wordpress_gdpr_cooki es_declined
  • wordpress_gdpr_servi ces_allowed_temp

Kerfiskökur
Þessar kökur eru nauðsynlegar til að vefsvæðið virki eðlilega og eru því sjálfkrafa virkar.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • elementor
  • wp-wpml_current_lang uage

WooCommerce
Við notum Woocommerce verslunarkerfið. Í pöntunarferlinu verða tvær vafrakökur geymdar. Þær eru nauðsynlegar til að hægt sé að nota kerfið og því ekki hægt að slökkva á þeim.
  • woocommerce_cart_hash
  • woocommerce_items_in_cart

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur
Open Privacy settings