Vinnubækur fyrir heimili og skóla

Kennararnir Erla B. Rúnarsdóttir og Margrét A. Sigurvinsdóttir hafa verið að útbúa vinnubækur sem fylgja grallarasögunum og auka þannig notagildi þeirra í skólastarfi. Þær eru báðar kennarar við Grunnskólann í Sandgerði og eru í lestrarteymi skólans.

Í verkefnunum eru notuð nokkur málfræðiheiti, t.d. samheiti, andheiti, samsett orð, samhljóð og sérhljóð. Þá er einnig unnið með rím, stafarugl, orðarugl og orðaleit svo eitthvað sé nefnt.

Frá vinstri:
Erla B. Rúnarsdóttir kennari, Selma Hrönn Maríudóttir höfundur
og Margrét A. Sigurvinsdóttir kennari.

Ummæli kennaranna um efnið

Grallarabækurnar hafa að okkar mati margþætta notkunarmöguleika. Þær henta vel fyrir börn á leikskólaaldri þegar þær eru lesnar fyrir börnin. Þá er rímið og bragarhættirnir í bókunum vel til þess fallnir til að undirbúa hið formlega lestrarnám barna. Vísnaformið sem bækurnar prýðir er mikilvægur fjársjóður sem glæðir tungumálið okkar og gefur glöggt dæmi um það hvernig hægt er að leika sér að málinu. Myndirnar hafa mikilvægt hlutverk, en út frá þeim er hægt að ræða saman um textann og vísurnar. Í bókunum er fjölbreytur orðaforði sem er mikilvægur þáttur í lestrarnáminu. Síðast en ekki síst eru bækurnar fræðandi og gefa góða mynd af staðháttum þeirra staða sem þær fjalla um hverju sinni.
 

Grallarabækurnar eru einnig vel til þess fallnar að nota í lestrarkennslu og höfum við notað bækurnar með góðum árangri bæði í sérkennslu og almennri kennslu. Við höfum flokkað bækurnar í þyngdarflokk 5 eða lestrareinkunn 5 – 6.

Við höfum jafnfram búið til vinnubækur sem tengjast bókunum og auka þar með notagildi þeirra í lestrarkennslu. Það er okkar skoðun að lestur og ritun eigi að þjálfa samhliða. Vinnubækurnar styðja við lestrar- og ritunar nám barna sem eru að fóta sig í lestrarþjálfun sinni. Þetta sýna fjölmargar rannsóknir. Ritun er einnig hin hliðin á lestri og segir heilbrigð skynsemi okkur að textar séu skrifaðir með það að takmarki að þeir séu lesnir. ( Vacca o.fl. 2009:352).

Við höfum byggt vinnubækurnar upp með því að nota flesta þá þætti sem rannsóknir sýna að styðji við lestrarnám barna. Til að lestrarkennsla verði markviss og árangursrík er nauðsynlegt að þjálfa hljóðavitund, umskráningu, lesfimi, orðaforða, ritun og lesskilning (National Institute of Child Health and Human Development. 2000).

Góð færni í móðurmálinu er ekki bara mikilvæg undirstaða fyrir farsælt gengi í flestum námsgreinum grunnskólans. Hún auðveldar okkur einnig lífið í samfélaginu almennt, þar sem kröfurnar um læsi hafa verið að aukast jafnt og þétt í þjóðfélaginu undanfarin ár og áratugi. Læsi byggir á lestækni, lesskilningi, ritun og stafsetningu og þarf að þjálfa þessa þætti markvisst hjá nemendum í fyrstu bekkjum grunnskólans.

Það er því mikilvægt að bæði foreldrar og kennarar geri sér grein fyrir því að lesturinn er mikilvægasta undirstaðan fyrir nemendur á skólagöngu sinni. Árangursrík lestrarkennsla og vel heppnað lestrarnám skiptir miklu máli strax í upphafi til að nemendur eigi möguleika á farsælli skólagöngu í framhaldinu. Námið sem fylgir í kjölfarið, eftir fyrstu árin í grunnskóla, byggir að stórum hluta á því að vera vel læs og skrifandi. Börn sem ekki ná tökum á lestri geta orðið utanveltu í skólakerfinu og vandamálin aukast eftir því sem tíminn líður, ef ekkert er að gert.

Heimildir:

National Institute of Child Health and Human Development. 2000. Report of the National Reading Panel. Teaching children to read: an evidence-based assessment of the scientific research literature on reading and its implications for reading instruction: Reports of the subgroups (NIH Publication No. 00-4754). Washington, DC: U.S. Government Printing Office.

Vacca A. Jo, Richard T. Vacca, Mary K. Gove, Linda C. Burkey, Lisa A. Lenhart og Christine A. McKeon. 2009. Reading and lerning to read. 7. útgáfa. Person Education, Inc.

Vinnubækurnar eru ætlaðar börnum
á yngsta stigi grunnskóla.

Close Popup

Grallarar.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

GDPR stillingar
Þessar vafrakökur hafa með stillingar notandans að gera varðandi samþykki á vafrakökum á grallarar.is
  • wordpress_gdpr_allow ed_services
  • wordpress_gdpr_cooki es_allowed
  • wordpress_gdpr_cooki es_declined
  • wordpress_gdpr_servi ces_allowed_temp

Kerfiskökur
Þessar kökur eru nauðsynlegar til að vefsvæðið virki eðlilega og eru því sjálfkrafa virkar.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • elementor
  • wp-wpml_current_lang uage

WooCommerce
Við notum Woocommerce verslunarkerfið. Í pöntunarferlinu verða tvær vafrakökur geymdar. Þær eru nauðsynlegar til að hægt sé að nota kerfið og því ekki hægt að slökkva á þeim.
  • woocommerce_cart_hash
  • woocommerce_items_in_cart

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur
Open Privacy settings