Kisurnar Glingló og Dabbi og hundurinn Rex eru rammíslensk og uppátækjasöm.
Hér sprella þau í sveitinni. Glingló hrekkir bola og telur sig sjá draug í fjósinu. Dabbi skoðar hamingjuegg og smakkar ylvolga mjólk beint úr kúnni. Rex leikur listir á heyrúllu og sýnir snilldartakta í réttunum. Og ævintýrin eru á hverju strái.
Bækurnar um Glingló og Dabba eru ætlaðar börnum á leikskólaaldri og yngsta stigi grunnskóla. Sögurnar eru í vísnaformi, vel til þess fallnar að auka orðaforða barna, en einnig sagðar í einföldu máli fyrir yngstu lesendurna.
Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.
Við notum Woocommerce verslunarkerfið. Í pöntunarferlinu verða tvær vafrakökur geymdar. Þær eru nauðsynlegar til að hægt sé að nota kerfið og því ekki hægt að slökkva á þeim.