Fyrir tvo grallara.
Innihald:
2 stk laxabitar
4 stk ferskur aspars
4 stk kartöflur
olía til að steikja úr
smjörklípa
salt og pipar
Aðferð:
Byrjið á því að sjóða kartöflurnar og skrælið asparsinn á meðan.
Kryddið laxinn með salti og pipar og steikið hann í olíu á pönnu við meðalhita, þar til hann er orðinn gullinbrúnn á litinn á báðum hliðum. Gott er að setja smá smjörklípu á pönnuna í lokin.
Látið asparsinn í sjóðandi heitt vatn og verið búin að salta vatnið áður. Sjóðið asparsinn í u.þ.b. 3-4 mínútur eða þar til að hann er orðin mjúkur.
Skrælið kartöflurnar og setjið allt saman á disk og litla smjörklípu ofan á laxinn.