Í tvö lítil glös eða eitt stórt.
Innihald:
6 myntulauf (og nokkur að auki til skrauts)
2 jarðarber (og 1 að auki til skrauts)
1 msk hrásykur
1-2 límónu bátar (og 1 að auki til skrauts)
1/2 líter 7up
6 stk ísmolar
Aðferð:
Myntulauf grófsaxað ásamt jarðarberjum og sett í stórt glas ásamt hrásykri, eða skipt jafnt í tvö lítil glös.
Safi kreistur úr límónubát í glasið/glösin og allt marið saman í botninum á glasinu t.d. með sleif.
Klaki settur út í og fyllt upp með 7up.
Til að fá skemmtilega liti má setja 1 dropa af matarlit t.d. rauðan eða grænan.
Jarðarber, myntulauf og límónubátur til skrauts.