Innihald:
200 gr. rækjur
Saxaður graslaukur
1 stk rauð paprika
1/4 Jöklasalat (Iceberg)
salt
pipar
Aðferð
(Fullorðna fólkið sér um að skera)
Skolið rækjurnar undir köldu vatni og þerrið þær.
Skerið rauðu paprikuna í smáa bita.
Skerið Jöklasalatið í bita.
Blandið öllu saman og setjið salt og pipar saman við.
Munið að borða hollt og gott brauð með.