Innihald:
1 stk blómkál
2 stk soðin egg
1 stk tómatur
1 msk smjör
2 msk brauðmylsna
4 msk rifinn ostur


Hvernig er blómkálið sett í skrautbúning?
Þrífið tómatinn undir köldu vatni og skerið hann í litla bita.
Sjóðið blómkálið.
Bræðið smjörið.
Setjið blómkálið í fallegt eldfast mót og hellið smjörinu yfir.
Stráið brauðmylsnunni yfir blómkálið og setjið tómat bitana, eggið og rifna ostinn ofan á blómkálið.
Setjið eldfasta mótið í ofn á grill, þar til gullinbrúnn litur er kominn á blómkálið.

