Um bækurnar

Markmið með bókunum um Grallarana er að fræða, skemmta og halda heiðri íslenskrar tungu á lofti.

Hver bók inniheldur 7 stuttar sögur fullar af galsa, gleði, gríni og fróðleik. Bækurnar henta vel í sögustund fyrir háttinn og einnig sem afþreying fyrir börn sem eru nýbyrjuð að lesa.

Sögupersónur eru kisurnar Glingló og Dabbi og hundurinn Rex sem eiga sér fyrirmyndir í raunveruleikanum. Fyrirmyndirnar voru gæludýr höfundar og fjölskyldu  og voru uppspretta ótal hugmynda og uppátækja  í hátt á annan áratug.

Grallararnir fyrr og nú

Fyrsta útlit Grallaranna var teiknað af Brynhildi Jenný Bjarnadóttur myndskreyti, en hún hefur lokið mastersnámi í teiknimyndagerð. Brynhildur Jenný myndskreytti fyrstu 5 bækurnar um Grallarana. 

Árið 2014 fengu Grallararnir nýtt útlit með útgáfu sjöttu bókarinnar og var það höfundurinn sjálfur, Selma Hrönn Maríudóttir, sem myndskreytti. 

Nýtt útlit Grallaranna
Selma Hrönn Maríudóttir
Eldra útlit Grallaranna
Brynhildur Jenný Bjarnadóttir

Rammíslenskir grallarar

Grallararnir eru rammíslenskir og stoltir af landinu sínu. Hver bók er tileinkuð ákveðnum stað eða efni. Bækurnar eru ætlaðar börnum á leikskólaaldri og á yngsta stigi grunnskóla. Sögurnar eru í vísnaformi vel til þess fallnar að auka orðaforða barna, en einnig sagðar á einföldu máli fyrir yngstu lesendurna.

Íslenskir staðhættir

Sögupersónur fræða unga lesendur um raunverulega ævintýrastaði og gefa ímyndunaraflinu um leið lausan tauminn. Tilgangurinn með bókunum er m.a. að kynna ungum lesendum ýmis bæjarfélög á landinu og benda á skemmtilega afþreyingu á hverjum stað sem kostar lítið nema úthaldið.

Höfundur ásamt sonum sínum á
Skansinum í Vestmannaeyjum.
Grallararnir á sömu slóðum.
Höfundur ásamt Gröllurunum í lifanda lífi og fyrirmyndunum að sögupersónum bókanna, Glingló, Dabba og Rex.
Close Popup

Grallarar.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

GDPR stillingar
Þessar vafrakökur hafa með stillingar notandans að gera varðandi samþykki á vafrakökum á grallarar.is
  • wordpress_gdpr_allow ed_services
  • wordpress_gdpr_cooki es_allowed
  • wordpress_gdpr_cooki es_declined
  • wordpress_gdpr_servi ces_allowed_temp

Kerfiskökur
Þessar kökur eru nauðsynlegar til að vefsvæðið virki eðlilega og eru því sjálfkrafa virkar.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • elementor
  • wp-wpml_current_lang uage

WooCommerce
Við notum Woocommerce verslunarkerfið. Í pöntunarferlinu verða tvær vafrakökur geymdar. Þær eru nauðsynlegar til að hægt sé að nota kerfið og því ekki hægt að slökkva á þeim.
  • woocommerce_cart_hash
  • woocommerce_items_in_cart

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur
Open Privacy settings