Markmið með bókunum um Grallarana er að fræða, skemmta og halda heiðri íslenskrar tungu á lofti.
Hver bók inniheldur 7 stuttar sögur fullar af galsa, gleði, gríni og fróðleik. Bækurnar henta vel í sögustund fyrir háttinn og einnig sem afþreying fyrir börn sem eru nýbyrjuð að lesa.
Sögupersónur eru kisurnar Glingló og Dabbi og hundurinn Rex sem eiga sér fyrirmyndir í raunveruleikanum. Fyrirmyndirnar voru gæludýr höfundar og fjölskyldu og voru uppspretta ótal hugmynda og uppátækja í hátt á annan áratug.
Grallararnir fyrr og nú
Fyrsta útlit Grallaranna var teiknað af Brynhildi Jenný Bjarnadóttur myndskreyti, en hún hefur lokið mastersnámi í teiknimyndagerð. Brynhildur Jenný myndskreytti fyrstu 5 bækurnar um Grallarana.
Árið 2014 fengu Grallararnir nýtt útlit með útgáfu sjöttu bókarinnar og var það höfundurinn sjálfur, Selma Hrönn Maríudóttir, sem myndskreytti.
Nýtt útlit Grallaranna
Selma Hrönn Maríudóttir
Eldra útlit Grallaranna
Brynhildur Jenný Bjarnadóttir
Rammíslenskir grallarar
Grallararnir eru rammíslenskir og stoltir af landinu sínu. Hver bók er tileinkuð ákveðnum stað eða efni. Bækurnar eru ætlaðar börnum á leikskólaaldri og á yngsta stigi grunnskóla. Sögurnar eru í vísnaformi vel til þess fallnar að auka orðaforða barna, en einnig sagðar á einföldu máli fyrir yngstu lesendurna.
Íslenskir staðhættir
Sögupersónur fræða unga lesendur um raunverulega ævintýrastaði og gefa ímyndunaraflinu um leið lausan tauminn. Tilgangurinn með bókunum er m.a. að kynna ungum lesendum ýmis bæjarfélög á landinu og benda á skemmtilega afþreyingu á hverjum stað sem kostar lítið nema úthaldið.