7. mars 2012
Nú stendur yfir sýningin Þetta vilja börnin sjá í Gerðubergi. Á sýningunni má sjá myndskreytingar úr íslenskum barnabókum sem út komu árið 2011 og þar eru m.a. myndskreytingar úr nýjustu bókinni um Glingló, Dabba og Rex.Sýningin stendur yfir í Gerðubergi til 1. apríl.
Við hvetjum alla unnendur íslenskra barnabóka að skoða þessa sýningu.