Víkurfréttir: Ný barnabók úr Sandgerði – Vandað barnaefni með fræðsluívafi

Hlaut styrk frá Menningarráði Suðurnesja

Víkurfréttir 22. október 2009Í Sandgerði er framleitt barnaefni sem er á margan hátt frábrugðið því sem gengur og gerist.  Um er að ræða skemmtiefni með fræðsluívafi sem samanstendur af bókum fyrir börn á aldrinum 2-6 ára í bókaflokknum Grallarasögur og vefnum www.grallarar.is  sem styður við bækurnar. Selma Hrönn Maríudóttir sem búsett er í Sandgerði er hugmyndasmiður verksins.  Hún samdi texta og vísur í bókunum og sá um hönnun og uppsetningu á vefnum. Teikningar eru eftir Brynhildi Jenný Bjarnadóttur en hún hefur lokið mastersnámi í teiknimyndagerð.

Alvöru grallarar

Sögupersónur eru kisurnar Glingló og Dabbi og hundurinn Rex sem eiga sér lifandi fyrirmyndir í Sandgerði, en persónurnar byggja á gæludýrum höfundar.

Íslenskir staðhættir

Grallararnir eru rammíslenskir og stoltir af landinu sínu.  Hver bók er tileinkuð ákveðnum stað eða ákveðnu efni. Félagarnir fræða unga lesendur um raunverulega ævintýrastaði og gefa ímyndunaraflinu um leið lausan tauminn.

Sögurnar í bundnu og óbundnu máli
Sögurnar eru í vísnaformi vel til þess fallnar að auka orðaforða barna, en einnig sagðar í óbundnu máli fyrir yngstu lesendurna.

Heimasíða og ókeypis afþreying
Félagarnir eiga heimasíðu sem heitir www.grallarar.is  og þar má finna ýmsa skemmtilega leiki, vísnahorn, litabók, uppskriftir og fleira.

Fjölskyldan upplifir ævintýrin
“Við fjölskyldan erum alltaf að bralla eitthvað saman og reynum að nýta frítímann okkar vel.  Þær eru ófáar ævintýrastundirnar sem við höfum átt saman og þannig tengist margt af því sem við upplifum inn í bækurnar.  Í sumar skruppum við í nokkra daga til Eyja til að skoða söguslóðir en ég ólst að mestu upp á þeim fallega stað,” sagði Selma í samtali við Víkurfréttir.

 

Selma og synir á Skansinum í Eyjum í sumar og Grallararnir á sömu slóðum.

 

Grallarar.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á nytt.grallarar.is

• CookieConsent


Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Við notum Woocommerce verslunarkerfið. Í pöntunarferlinu verða tvær vafrakökur geymdar. Þær eru nauðsynlegar til að hægt sé að nota kerfið og því ekki hægt að slökkva á þeim.
  • woocommerce_cart_hash
  • woocommerce_items_in_cart

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur