16. september 2010
Í dag kom út táknmálsútgáfa af barnabókinni Sprellað í sveitinni með gröllurunum Glingló, Dabba og Rex og er það í fyrsta sinn sem ljóð á táknmáli eru gefin út fyrir börn.
Markmið með útgáfunni er að stuðla að því að heyrnarlaus börn geti einnig nýtt sér efnið til fróðleiks og skemmtunar. Eftir því sem við best vitum er þetta í fyrsta sinn sem íslenskur barnabókahöfundur stendur að slíkri útgáfu.
Það var Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra sem sá um gerð táknmálsútgáfunnar.
Táknmálsþulur er hin stórskemmtilega Kolbrún Völkudóttir sem mörg börn kannast við í hlutverki Tinnu Táknmálsálfs.