Þessi flotta söngelska fjölskylda brallaði svolítið fyrir grallarana um daginn. Þau heita Ásta Maren, Júlíus Viggó, Gunnar Freyr og Óli Þór.
Þau sungu vísur úr nýjustu Grallarabókinni, Rassaköst á Reykjanesi, við lagið Fljúga hvítu fiðrildin og gáfu Gröllurunum, en allar Grallaravísurnar sem nú eru orðnar 168 talsins, má einmitt syngja við þetta lag.
Upptökuna má sér hér að neðan og þakka Grallararnir kærlega fyrir sig.