16. nóvember 2010
Í tilefni af degi íslenskrar tungu í dag var Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra með dagskrá fyrir heyrandi og heyrnarskert börn úr elstu deild leikskólans Sólborgar í Reykjavík.
Nýjasta bókin um grallarana þrjá úr Sandgerði þau Glingló, Dabba og Rex var lesin og flutt á táknmáli og gaf höfundur börnunum eintak af bókinni.
Tinna táknmálsálfur tók á móti börnunum og fékk börn og starfsfólk með sér í sprell. Að lokum var boðið upp á piparkökur og svala.
Hér koma nokkrar myndir.