Tíðindin: Grallarar í Sandgerði

Tíðindin 29. júní 2010

Fjórða bókin í bókaflokknum Grallarasögur væntanleg.

 Hjónin Selma Hrönn Maríudóttir og Smári Valtýr Sæbjörnsson reka fyrirtækið Tónaflóð í Sandgerði. Fyrirtækið var í upphafi stofnað fyrir um tuttugu árum þegar Selma gaf út hljómplötu með lögunum sínum. Hún fékk til liðs við sig þekkta tónlistarmenn og segir sjálf frá að platan hafi elst vel. Selma lagði þó lagasmíðarnar á hilluna og hófst handa við vefsíðugerð í kringum 1995 og í dag vinna þau hjónin bæði við fyrirtækið. Selma samdi þó eitt lag og sendi í lagakeppni um Sandgerðislagið fyrir tæpum 3 árum og sigraði keppnina. Þá halda þau úti vefmiðlinum 245.is sem hefur fengið ótrúlegar móttökur á þeim 3 árum sem vefurinn hefur verið starfræktur, en um 1000 heimsóknir eru á vefinn á hverjum degi.

Selma hefur einnig gefið út þrjár barnabækur og kemur sú fjórða út um næstu mánaðarmót. Samhliða bókunum opnaði hún vefinn grallarar.is  árið 2006, en ný og skemmtileg útgáfa fór í loftið í byrjun júní.  Grallarasögur eru um kisurnar Glingló og Dabba og hundinn Rex.

Sögupersónurnar byggja á gæludýrunum okkar og eiga sér því lifandi fyrirmyndir hér í Sandgerði. Bækurnar sem eru ætlaðar börnum á aldrinum 2-6 ára, gerast ýmist á tilteknum stöðum á landinu eða fjalla um tiltekið efni eins og t.d. sveitalífið sem er viðfangsefni þeirrar bókar sem kemur út síðar í sumar. Vefnum er svo ætlað að styðja við bækurnar, en þar má finna ókeypis afþreyingu fyrir litla grallara, leiki, vísnahorn, litabók, uppskriftir og fleira. Meira efni og leikir eru í vinnslu svo það mun bætast nokkuð við vefinn í sumar, segir Selma.

Sögurnar eru bæði sagðar í venjulegum texta og vísum. Foreldrar hafa verið duglegir að hjálpa börnunum að gera vísur til að senda í vísnahornið á vefnum og vegna fjölda fyrirspurna um vísnagerð, hef ég nú sett upp sett upp sérstaka síðu um vísnagerð á vefnum sem fór inn á síðasta föstudag. Vísurnar í bókunum eru samdar í ferskeyttum hætti með víxlrími þar sem haldið er í heiðri aldagömlum grundvallaraðferðum í íslenskri vísnagerð og á vefnum fjalla ég sérstaklega um þennan bragarhátt. Allar vísur sem samdar eru með þessum hætti er t.d. hægt að syngja við lagið Fjúga hvítu fiðrildin, segir Selma. Brynhildur Jenný Bjarnadóttir, teiknari myndskreytir en krakkauppskriftirnar á vefsíðunni eru í umsjón Smára Valtýs.

Close Popup

Grallarar.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

GDPR stillingar
Þessar vafrakökur hafa með stillingar notandans að gera varðandi samþykki á vafrakökum á grallarar.is
  • wordpress_gdpr_allow ed_services
  • wordpress_gdpr_cooki es_allowed
  • wordpress_gdpr_cooki es_declined
  • wordpress_gdpr_servi ces_allowed_temp

Kerfiskökur
Þessar kökur eru nauðsynlegar til að vefsvæðið virki eðlilega og eru því sjálfkrafa virkar.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • elementor
  • wp-wpml_current_lang uage

WooCommerce
Við notum Woocommerce verslunarkerfið. Í pöntunarferlinu verða tvær vafrakökur geymdar. Þær eru nauðsynlegar til að hægt sé að nota kerfið og því ekki hægt að slökkva á þeim.
  • woocommerce_cart_hash
  • woocommerce_items_in_cart

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur
Open Privacy settings