Kattholti afhent eintök af nýútkominni barnabók til fjáröflunar
Kattholt.is 10. nóvember 2006
Þann 20. október s.l. kom út barnabókin Glingló og Dabbi í jólaskapi. Sögupersónurnar eru grallarakisurnar Glingló og Dabbi og byggja þær á raunverulegum kisum sem nú eru 8 ára og búa Sandgerði.
Glingló, Dabbi og félagar eiga heimasíðu sem heitir www.grallarar.is Þar má finna ýmsa skemmtilega leiki, vísnahorn, litabók, uppskriftir og margt fleira.
Vefurinn og bókin styðja hvort annað og ævintýri kisanna birtist í sögum, vísum og öðru skemmtiefni sem er aðgengilegt ungum börnum.
Kisurnar Glingló og Dabbi hafa báðar gist í Kattholti og þótti eigendum vel við hæfi að afhenda Kattholti 50 bækur til fjáröflunar með kveðju frá grallarakisunum.
Höfundur bókarinnar og hönnuður vefsins er Selma Hrönn Maríudóttir og teikningar gerði Brynhildur Jenný Bjarnadóttir. Selma rekur fyrirtækið Tónaflóð ásamt manni sínum Smára V. Sæbjörnssyni og sjá þau um útgáfu bókarinnar. Tónaflóð hannaði núverandi vef Kattholts sumarið 2005 og hefur séð um uppfærslur og innsetningu efnis á vefinn í sjálfboðavinnu síðan.