Morgunblaðið: Gefur út vísnabók fyrir börn á táknmáli

Morgunblaðið 20. september 2010

Tinna táknmálsálfur túlkar texta og ljóð í sérstakri vefútgáfu
Höfundurinn vildi að öll börn gætu nýtt sér efnið

Þegar kisan Glingló tekur upp á því að stríða bola snýr hann vörn í sókn og hún lærir dýrmæta lexíu. Um þetta fjallar ein saga í nýjustu bókinni um Grallarana sem kom út á dögunum, en bókin er einnig gefin út á vefnum í sérstakri táknmálsútgáfu.

Þetta er í fyrsta sinn sem ljóð eru gefin út á táknmáli fyrir börn, en bækurnar um grallarana eru bæði í texta- og vísnaformi. Höfundur bókanna um Grallarana er Selma Hrönn Maríudóttir, en hún fékk Samskiptamiðstöð heyrnarlausra í lið með sér við vinnslu bókarinnar. Selma starfar við vefsíðugerð, m.a. fyrir Samskiptamiðstöð. „Ég hef fylgst með þeim í mörg ár og var búin að sjá tilraunir sem þau hafa gert með erlendar barnabækur. Mér fannst, sem barnabókahöfundur, að auðvitað ætti maður að huga að því að öll börn gætu nýtt sér efnið.“

Ætlað börnum á aldrinum 2 – 6 ára

Kolbrún Völkudóttir er táknmálsþulur í nýju útgáfunni.  „Hún hefur verið viðloðandi mikið af því barnaefni sem hefur verið gert fyrir heyrnarlaus börn og leikur m.a. Tinnu táknmálsálf í Stundinni okkar. Hún kemur þessu mjög vel til skila.“Selma telur þetta í fyrsta sinn sem íslenskur barnabókarhöfundur stendur sjálfur að slíkri útgáfu. „Þetta er dálítið dýrt þegar hugað er að fjölda heyrnarlausra barna á þessum aldri,“ segir hún en bækurnar eru fyrir börn á aldrinum 2 – 6 ára. „Við ákváðum því að áskrifendur að vefnum okkar, grallarar.is, fengju að hlaða þessu frítt niður. Þannig geta fleiri nýtt sér þetta, s.s. þeir sem eru að læra táknmál og aðrir sem gætu haft áhuga.“

 

Close Popup

Grallarar.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

GDPR stillingar
Þessar vafrakökur hafa með stillingar notandans að gera varðandi samþykki á vafrakökum á grallarar.is
 • wordpress_gdpr_allow ed_services
 • wordpress_gdpr_cooki es_allowed
 • wordpress_gdpr_cooki es_declined
 • wordpress_gdpr_servi ces_allowed_temp

Kerfiskökur
Þessar kökur eru nauðsynlegar til að vefsvæðið virki eðlilega og eru því sjálfkrafa virkar.
 • wordpress_test_cookie
 • wordpress_logged_in_
 • wordpress_sec
 • elementor
 • wp-wpml_current_lang uage

WooCommerce
Við notum Woocommerce verslunarkerfið. Í pöntunarferlinu verða tvær vafrakökur geymdar. Þær eru nauðsynlegar til að hægt sé að nota kerfið og því ekki hægt að slökkva á þeim.
 • woocommerce_cart_hash
 • woocommerce_items_in_cart

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur
Open Privacy settings