6. nóvember 2011
Út er komin bókin Hopp og hí í Hólminum sem er sú fimmta í bókaflokknum Grallarasögur.
Hér heimsækja Glingló, Dabbi og Rex Stykkishólm. Þau fara m.a. í ævintýrasiglingu og hitta haförn, skoða óskafjall, fara á hákarlaslóðir og lenda í skemmtilegum ævintýrum. Rammíslenskt efni fyrir börn á leikskólaaldri og yngsta stigi grunnskóla.
Þessa dagana er unnið að því að dreifa bókinni í verslanir og senda til áskrifenda um land allt og á norðurlöndunum.