Víkurfréttir: Barnabókin Sumar í Sandgerði væntanleg á næstu dögum

Víkurfréttir 16. ágúst 2007

Á næstu dögum kemur út barnabókin Sumar í Sandgerði sem er önnur bókin í bókaflokknum Grallarasögur. Sögupersónur er kisurnar Glingló og Dabbi og hundurinn Rex sem eru rammíslensk og uppátækjasöm og eiga sér lifandi fyrirmyndir í Sandgerði.

Bækurnar eru ætlaðar börnum á leikskólaaldri og yngsta stigi grunnskóla 
Í hverri bók eru sjö stuttar sögur með litríkum og skemmtilegum myndum. Sögurnar eru á vísnaformi vel til þess fallnar að auka orðaforða barna, en einnig sagðar á einföldu máli fyrir yngstu lesendurna.
Félagarnir eiga heimasíðu sem heitir www.grallarar.is og þar má finna ýmsa skemmtilega leiki, vísnahorn, litabók, uppskriftir og margt fleira.

Höfundur
Selma Hrönn Maríudóttir
er hugmyndasmiður verksins um Glingló, Dabba og Rex og samdi texta og vísur í bókunum ásamt því að sjá um hönnun og uppsetningu á vefnum. Selma er rafeindavirki að mennt og hefur einnig stundað nám í kerfisfræði og forritun. Hún starfar sem vefhönnuður í fyrirtækinu Tónaflóð sem hún á og rekur ásamt manni sínum Smára V. Sæbjörnssyni. Þau standa saman að útgáfu bókanna og halda úti ýmsum vefjum m.a. vefnum 245.is.
Brynhildur Jenný Bjarnadóttir teiknar allar myndir en hún hefur lokið mastersnámi í teiknimyndagerð.

Sögupersónurnar
Kisurnar Glingló og Dabbi sem nú eru 9 ára gamlar hafa búið hjá Selmu og fjölskyldu síðan þær voru kettlingar og verið uppspretta ótal hugmynda og uppátækja í gegnum árin. Þær voru aðeins kettlingar þegar Selma fór að vinna í þeirri hugmynd að gera þær að sögupersónum. Hugmyndin hefur þróast í gegnum árin og sameinar áhugamál Selmu þar sem hún hefur gaman af því að búa til vísur og starfar við vefsíðugerð. Hugmyndin varð svo að veruleika þegar fyrsta bókin kom út ó október sl.

Fyrir ári síðan eignaðist fjölskyldan hundinn Rex sem féll vel í hópinn og er nú orðinn sögupersóna í annari bókinni ásamt grallarakisunum.

Hugmyndin
Hugmyndin með bókunum er að kynna ungum lesendum ýmis bæjarfélög á landinu og benda á skemmtilega afþreyingu á hverjum stað sem kostar lítið nema úthaldið. Þannig mun hver bók verða tileinkuð ákveðnu bæjarfélagi og hefst kynningin í Sandgerði.
Vefurinn grallarar.is styður svo við bækurnar en þar má finna fróðleik og afþreyingarefni.
Frumkvöðlastyrkur
Þegar vinna við fyrstu bókina var komin vel á veg, kannaði Selma möguleikann á því að fá Sandgerðisbæ til að styrkja útgáfuna. Beiðninni var mjög vel tekið og Selmu var veittur svokallaður frumkvöðlastyrkur. Fjölskyldan þakkaði fyrir sig með því að gefa öllum leikskólabörnum í Sandgerði eintak af bókinni Glingló og Dabbi í jólaskapi.

 

Close Popup

Grallarar.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

GDPR stillingar
Þessar vafrakökur hafa með stillingar notandans að gera varðandi samþykki á vafrakökum á grallarar.is
  • wordpress_gdpr_allow ed_services
  • wordpress_gdpr_cooki es_allowed
  • wordpress_gdpr_cooki es_declined
  • wordpress_gdpr_servi ces_allowed_temp

Kerfiskökur
Þessar kökur eru nauðsynlegar til að vefsvæðið virki eðlilega og eru því sjálfkrafa virkar.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec
  • elementor
  • wp-wpml_current_lang uage

WooCommerce
Við notum Woocommerce verslunarkerfið. Í pöntunarferlinu verða tvær vafrakökur geymdar. Þær eru nauðsynlegar til að hægt sé að nota kerfið og því ekki hægt að slökkva á þeim.
  • woocommerce_cart_hash
  • woocommerce_items_in_cart

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur
Open Privacy settings