Fréttir
Frítt fyrir áskrifendur: Ný vinnubók - Ævintýri í Eyjum
8. mars 2012
Vinnubækurnar eru ætlaðar börnum
á yngsta stigi grunnskóla. |
Nú er vinnubók fyrir bókina
Ævintýri í Eyjum tilbúin og geta áskrifendur hlaðið henni niður á pdf sniði af
áskriftarsvæðinu.
Höfundar vinnubókarinnar eru kennararnir Erla B. Rúnarsdóttir og Margrét A. Sigurvinsdóttir, en þær eru báðar kennarar við Grunnskólann í Sandgerði og eru í lestrarteymi skólans.
Í verkefnunum eru notuð nokkur málfræðiheiti, t.d. samheiti, andheiti, samsett orð, samhljóð og sérhljóð. Þá er einnig unnið með rím, stafarugl, orðarugl og orðaleit svo eitthvað sé nefnt.
Ef notendur hafa gleymt lykilorðinu sínu er hægt að smella á tengilinn "
Gleymt lykilorð?" á innskráningarsíðunni, skrá þar inn netfang og fá lykilorðið sent í tölvupósti. Einnig má senda okkur línu á
[email protected] og við sendum aðgangsupplýsingar til baka.