Forsíða Fréttir Leikir og afþreying Bækurnar Persónur Vísnagerð Uppskriftir Áskrift og frí bók Netverslun Um okkur

Fréttir


Grallarabækur til styrktar Kattholti

Laugardaginn 23. mars n.k. heldur Kattavinafélag Íslands sinn árlega páskabasar í Kattholti.  Í tilefni þess gáfu grallararnir félaginu 100 bækur og rennur andvirði sölunnar óskert til Kattholts.

Þetta er í þriðja sinn sem grallararnir færa félaginu bókagjöf og vonumst við til að bækurnar rati á fjölmörg heimili kisuvina sem fyrr.

Á myndinni hér til hliðar afhendir Selma Hrönn Maríudóttir, höfundur grallaranna, Halldóru Björk Ragnarsdóttur, rekstrarstjóra Kattholts, hluta bókanna.

Á myndinni hér að neðan tekur Dabbi stöðuna og sendir góða strauma með bókagjöfinni.





Til baka


Prentvæn útgáfa   Senda síðu   Senda á Facebook