Forsíđa Fréttir Leikir Bćkurnar Persónur Vísnagerđ Uppskriftir Áskrift og frí bók Netverslun Um okkur Hamur fyrir sjónskerta
Ţú ert hér > Grallarar.is > Fréttir

Fréttir

Ćvintýrin sótt í upplifanir dýranna á ferđ um landiđ

Fréttablađiđ 21. nóvember 2011


Selma Hrönn Maríudóttir: Semur sögur um eigin ketti og hund

„Fyrsta bókin kom út 2006 en hún fjallar bara um kisurnar tvćr, Glingló og Dabba. Hundurinn Rex fékk ekki ađ vera međ fyrr en í annarri bókinni,“ segir Selma Hrönn
Maríudóttir sem á dögunum sendi frá sér fimmtu bókina um grallarana frá Sandgerđi, kisurnar Glingló og Dabba og hundinn Rex.


Fimmta grallarabókin er komin út - Hopp og hí í Hólminum

6. nóvember 2011

Út er komin bókin Hopp og hí í Hólminum sem er sú fimmta í bókaflokknum Grallarasögur. 

Hér heimsćkja Glingló, Dabbi og Rex Stykkishólm. Ţau fara m.a. í ćvintýrasiglingu og hitta haförn, skođa óskafjall, fara á hákarlaslóđir og lenda í skemmtilegum ćvintýrum. Rammíslenskt efni fyrir börn á leikskólaaldri og yngsta stigi grunnskóla.

Ţessa dagana er unniđ ađ ţví ađ dreifa bókinni í verslanir og senda til áskrifenda um land allt og á norđurlöndunum.


Fleiri grallarabćkur komnar út á táknmáli

3. nóvember 2011

Nú er fyrstu 4 bćkurnar í bókaflokknum Grallarasögur komnar út á táknmáli, en í vikunni bćttust viđ ţrjár bćkur. 

Markmiđ međ útgáfunni er ađ stuđla ađ ţví ađ heyrnarlaus börn geti einnig nýtt sér efniđ til fróđleiks og skemmtunar.

Ţađ var Samskiptamiđstöđ heyrnarlausra og heyrnarskertra sem sá um gerđ táknmálsútgáfunnar og táknmálsţulur er Kolbrún Völkudóttir.Kristleifur í Oddinum: Bauđ 5 ára börnum í sögustund

Eyjafréttir 22. desember 2010


Kristleifur Guđmundsson, eigandi verslunarinnar Oddsins bauđ nemendum í 5 ára deild Grunnskóla Vestmannaeyja í heimsókn til sín á mánudaginn.  Jólaundirbúningurinn er nú á lokastigi en biđin er börnunum erfiđ.  Ţví var ţađ kćrkomiđ tćkifćri fyrir ţau ađ brjóta upp daginn, kíkja í Oddinn, fá sleikjó og sögulestur í kaupbćti.


Verslunareigandinn sjálfur las upp jólasögu fyrir börnin og varpađi myndum úr sögunni upp á stóran flatskjá ţannig ađ ţau gátu fylgst enn betur međ framvindu sögunnar.  Ekki var annađ ađ sjá en ađ krökkunum líkađi uppátćkiđ vel.Grallarar og Tinna táknmálsálfur á degi íslenskrar tungu - Myndir

16. nóvember 2010

Í tilefni af degi íslenskrar tungu í dag var Samskiptamiđstöđ heyrnarlausra og heyrnarskertra međ dagskrá fyrir heyrandi og heyrnarskert börn úr elstu deild leikskólans Sólborgar í Reykjavík.

Nýjasta bókin um grallarana ţrjá úr Sandgerđi ţau Glingló, Dabba og Rex var lesin og flutt á táknmáli og gaf höfundur börnunum eintak af bókinni.


Gefur út vísnabók fyrir börn á táknmáli

Morgunblađiđ 20. september 2010

Tinna táknmálsálfur túlkar texta og ljóđ í sérstakri vefútgáfu
Höfundurinn vildi ađ öll börn gćtu nýtt sér efniđ


Ţegar kisan Glingló tekur upp á ţví ađ stríđa bola snýr hann vörn í sókn og hún lćrir dýrmćta lexíu. Um ţetta fjallar ein saga í nýjustu bókinni um Grallarana sem kom út á dögunum, en bókin er einnig gefin út á vefnum í sérstakri táknmálsútgáfu.

Ţetta er í fyrsta sinn sem ljóđ eru gefin út á táknmáli fyrir börn, en bćkurnar um grallarana eru bćđi í texta- og vísnaformi. Höfundur bókanna um Grallarana er Selma Hrönn Maríudóttir, en hún fékk Samskiptamiđstöđ heyrnarlausra í liđ međ sér viđ vinnslu bókarinnar. Selma starfar viđ vefsíđugerđ, m.a. fyrir Samskiptamiđstöđ. „Ég hef fylgst međ ţeim í mörg ár og var búin ađ sjá tilraunir sem ţau hafa gert međ erlendar barnabćkur. Mér fannst, sem barnabókahöfundur, ađ auđvitađ ćtti mađur ađ huga ađ ţví ađ öll börn gćtu nýtt sér efniđ.“


Í fyrsta sinn á Íslandi

16. september 2010


Í dag kom út táknmálsútgáfa af barnabókinni Sprellađ í sveitinni međ gröllurunum Glingló, Dabba og Rex og er ţađ í fyrsta sinn sem ljóđ á táknmáli eru gefin út fyrir börn. 

Markmiđ međ útgáfunni er ađ stuđla ađ ţví ađ heyrnarlaus börn geti einnig nýtt sér efniđ til fróđleiks og skemmtunar. Eftir ţví sem viđ best vitum er ţetta í fyrsta sinn sem íslenskur barnabókahöfundur stendur ađ slíkri útgáfu.

Ţađ var Samskiptamiđstöđ heyrnarlausra og heyrnarskertra sem sá um gerđ táknmálsútgáfunnar.

Táknmálsţulur er hin stórskemmtilega Kolbrún Völkudóttir sem mörg börn kannast viđ í hlutverki Tinnu Táknmálsálfs. 


Grallarar og gćludýr

Morgunblađiđ 20. júlí 2010


Fjórar barnabćkur um Glingló, Dabba og Rex

Selma Hrönn Maríudóttir er vefhönnuđur, rafeindavirki, barnabókahöfundur og -útgefandi.  Nýveriđ kom út fjórđa barnabók hennar í bókaflokknum Grallarasögur en sögurnar segja af ćvintýrum ţriggja grallara, kattanna Glinglóar og Dabba og hundsins Rex. Nýja bókin ber titilinn Glingló, Dabbi og Rex – Sprellađ í sveitinni en í henni sprella vinirnir í sveitinni og hrekkja m.a. bola, smakka ylvolga mjólk beint úr spena og fara á hestbak. Sögupersónurnar eru byggđar á gćludýrum Selmu og segir hún ađ dýrin hafi veriđ henni uppspretta ótal hugmynda. Selma segir tilgang bókanna ađ frćđa unga lesendur um raunverulega ćvintýrastađi og gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn.


Ný barnabók – Sprellađ í sveitinni
Sagan á bak viđ grallarana ţrjá:
Glingló, Dabba og Rex

- ţeir eru til í raun og veru og eiga heima í Sandgerđi
Út er komin barnabókin Glingló, Dabbi og Rex – Sprellađ í sveitinni. Ţetta er fjórđa bókin í bókaflokknum Grallarasögur ţar sem sögupersónur, kisurnar Glingló og Dabbi og hundurinn Rex, frćđa unga lesendur um raunverulega ćvintýrastađi og gefa ímyndunaraflinu um leiđ lausan tauminn.

Selma Hrönn Maríudóttir vefhönnuđur og rafeindavirki er höfundur grallaranna. Hún semur vísur og texta í bókunum og sér um hönnun og uppsetningu á vefnum www.grallarar.is sem styđur viđ bćkurnar. Teikningar eru eftir Brynhildi Jenný Bjarnadóttur sem lokiđ hefur mastersnámi í teiknimyndagerđ.


Grallarar í Sandgerđi

Tíđindin 29. júní 2010


Fjórđa bókin í bókaflokknum Grallarasögur vćntanleg.
Hjónin Selma Hrönn Maríudóttir og Smári Valtýr Sćbjörnsson reka fyrirtćkiđ Tónaflóđ í Sandgerđi. Fyrirtćkiđ var í upphafi stofnađ fyrir um tuttugu árum ţegar Selma gaf út hljómplötu međ lögunum sínum. Hún fékk til liđs viđ sig ţekkta tónlistarmenn og segir sjálf frá ađ platan hafi elst vel. Selma lagđi ţó lagasmíđarnar á hilluna og hófst handa viđ vefsíđugerđ í kringum 1995 og í dag vinna ţau hjónin bćđi viđ fyrirtćkiđ. Selma samdi ţó eitt lag og sendi í lagakeppni um Sandgerđislagiđ fyrir tćpum 3 árum og sigrađi keppnina. Ţá halda ţau úti vefmiđlinum www.245.is  sem hefur fengiđ ótrúlegar móttökur á ţeim 3 árum sem vefurinn hefur veriđ starfrćktur, en um 1000 heimsóknir eru á vefinn á hverjum degi.

<<Fyrri      Nćsta>>


Til baka