Forsíða Fréttir Leikir Bækurnar Persónur Vísnagerð Uppskriftir Áskrift og frí bók Netverslun Um okkur Hamur fyrir sjónskerta
Þú ert hér > Grallarar.is > Bækurnar

Bækurnar

Sögupersónur eru kisurnar Glingló og Dabbi og hundurinn Rex sem eiga sér lifandi fyrirmyndir í Sandgerði, en persónur byggja á gæludýrum höfundar.

Rammíslenskir grallarar
Grallararnir eru rammíslenskir og stoltir af landinu sínu. Hver bók er tileinkuð ákveðnum stað eða efni. Bækurnar eru ætlaðar börnum á leikskólaaldri og á yngsta stigi grunnskóla. Sögurnar eru í vísnaformi vel til þess fallnar að auka orðaforða barna, en einnig sagðar á einföldu máli fyrir yngstu lesendurna.



Íslenskir staðhættir
Sögupersónur fræða unga lesendur um raunverulega ævintýrastaði og gefa ímyndunaraflinu um leið lausan tauminn. Tilgangurinn með bókunum er m.a. að kynna ungum lesendum ýmis bæjarfélög á landinu og benda á skemmtilega afþreyingu á hverjum stað sem kostar lítið nema úthaldið.


Höfundur ásamt sonum sínum á
Skansinum í Vestmannaeyjum.

Grallararnir á sömu slóðum.

Hopp og hí í Hólminum er fimmta bókin í bókaflokknum Grallarasögur. Í bókinni heimsækja vinirnir Stykkishólm. Þau fara m.a. í ævintýrasiglingu og hitta haförn, skoða óskafjall, fara á hákarlaslóðir og lenda í skemmtilegum ævintýrum.

Sprellað í sveitinni
er fjórða bókin í bókaflokknum Grallarasögur. Í bókinni sprella félagarnir í sveitinni. Glingló hrekkir bola og telur sig sjá draug í fjósinu. Dabbi skoðar hamingjuegg og smakkar ylvolga mjólk beint úr kúnni. Rex leikur listir á heyrúllu og sýnir snilldartakta í réttunum. Og ævintýrin eru á hverju strái.

Ævintýri í Eyjum er þriðja bókin í bókaflokknum Grallarasögur. Í bókinni halda vinirnir til Vestmannaeyja og lenda í ýmsum ævintýrum. Þau skoða stærsta fíl í heimi, baka brauð í hrauninu og fara í klettasprang og pysjuleit svo eitthvað sé nefnt.

Sumar í Sandgerði er önnur bókin um kisurnar Glingló og Dabba og hér kemur einnig til sögunnar hundurinn Rex. Í bókinni eru félagarnir í sumarskapi. Þau fara m.a. í bryggjuveiði, fjöruferð og eggjaskoðunarferð og lenda í ýmsum ævintýrum.

Í jólaskapi er fyrsta bókin í röðinni um Glingló og Dabba. Í bókinni undirbúa kisurnar jólin, leika sér í snjónum, hitta jólaköttinn og fleira skemmtilegt.

Hér er hægt að kaupa bækurnar í netversluninni.

Einnig má hafa samband við okkur beint
í síma 553 0401 eða 895 5750.

[email protected]

 


Til baka