Forsíða Fréttir Leikir Bækurnar Persónur Vísnagerð Uppskriftir Áskrift og frí bók Netverslun Um okkur Hamur fyrir sjónskerta
Þú ert hér > Grallarar.is > Eldfjallakökur (Hrískökur)

Eldfjallakökur (Hrískökur - Rice Krispies)

Innihald:
120 gr smjörlíki
200 gr suðusúkkulaði
10 msk síróp
400 gr Rice Krispies

Annað:
Form
Rautt sprittkerti
Skraut

Aðferð:

Smjörlíki, sýróp og súkkulaði er brætt saman í potti og hrært stöðugt í á meðan með sleif. Þegar allt er orðið vel blandað er Rice Krispies hellt út í pottinn og því hrært varlega saman við blönduna. Potturinn er tekinn af hellunni og blandan er sett í form með teskeið.


Eldfjallakökur má búa til með því að setja form á disk eða servíettu, setja sprittkerti á toppinn og hlaða svo blöndunni í kring þannig að úr verði myndarlegt fjall. Rauðan glassúr má svo nota til að búa til glóandi hraun. Glassúr er búinn til með því að hræra vel saman flórsykri og vatni og bæta svo matarlit saman við í lokin. Þá er kjörið að nota smá dót frá krökkunum til að skapa ævintýrablæ.




Þegar búið er að fylla öll form eru kökurnar settar inn í ísskáp og látnar standa þar í klukkustund áður en þær eru bornar fram. Best er að skola kökunum niður með ískaldri mjólk og um að gera að bjóða sem flestum með sér.
 




Til baka