Forsíða Fréttir Leikir Bækurnar Persónur Vísnagerð Uppskriftir Áskrift og frí bók Netverslun Um okkur Hamur fyrir sjónskerta
Þú ert hér > Grallarar.is > Uppskriftir > Fylltir tómatar með túnfisk

Fylltir tómatar með túnfisk

Innihald:
4 Tómatar
1/2 laukur
1/2 teskeið af salti
Pipar
Smá sítrónu safi
Rifin ostur
1 dós af túnfisk í vatni (nettó 185 gr)


Það sem þarf að gera fyrst:

Þrífið tómatana undir köldu vatni.

Skerið sneið af toppnum á tómötunum (Þetta má fullorðna fólkið bara gera).

Skafið innan úr tómötunum með teskeið.


Fyrir fyllinguna:

Skerið laukinn í smá bita og blandið saman við saltið, piparinn, sítrónusafann og rifna ostinn.
(Skiljið smá rifinn ost eftir)

Opnið túnfiskdósina og hellið vatninu úr dósinni.
Rífið túnfiskinn niður í smáa bita (notið gaffal).

Blandið öllu saman og fyllið tómatana með fyllingunni og stráið rifna ostinum yfir.

Setjið tómatana í eldfast mót í ofn á grill, þar til gullinbrúnn litur er kominn á tómatana.

Mjá, verði ykkur að góðu!
Til baka