Það er von okkar að heyrnarlaus börn geti líka notið þessa barnaefnis og því höfum við látið útbúa táknmálsútgáfur af fyrstu 4 bókunum. Hér að neðan má sjá sýnishorn úr hverri bók og áskrifendur geta svo hlaðið niður útgáfum í fullri lengd af
áskriftarsvæðinu.
Það var
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra sem sá um gerð táknmálsútgáfunnar.
Táknmálsþulur er
Kolbrún Völkudóttir.